Um Einishús
Glæsileg gistiaðstaða í 2 gerðum af nýjum og fullbúnum húsum á frábærum stað.
Stærri húsin eru tvö: eru þau eins uppbyggð með tveimur svefnherbergjum. Í stærra herberginu er hjónarúm 153cm x 200cm en í minna herberginu eru kojur 90cm x 200cm. Á svefnlofti eru 4 góðar dýnur. Gott baðherbergi með sturtu. Í alrými er leðursófasett, flatskjásjónvarp, útvarp með dvd og cd, borð og stólar fyrir 8 manns og einnig borðbúnaður. Eldavél, ísskápur og uppþvottavél er í húsunum einnig örbylgjuofn. Úti er góð verönd, gasgrill, borð og stólar og heitur pottur með hverju húsi. Húsin eru leigð með uppbúnum rúmum fyrir 4, en ef það eru fleiri þá er hægt að fá rúmföt á dýnur, 2.500 kr. per.mann.
Minni húsin eru þrjú, eins uppbyggð, með einu herbergi og þar eru tvö 90cm x 200cm. rúm. Gott baðherbergi með sturtu. Í alrými er svefnsófi 143 cm.x 200 cm. flatskjásjónvarp, dvd og cd, borð og stólar fyrir 5 manns, og einnig borðbúnaður, eldavélarhelluborð með 2 hellum, ísskápur, örbylgjuofn. Úti er góð verönd, gasgrill, borð og stólar og heitur pottur með hverju húsi . Húsin eru leigð með uppbúnum rúmum fyrir 2, en ef það eru fleiri þá er hægt að fá rúmföt á svefnsófa,1600 kr. per.mann.
Þráðlaust net er í öllum húsum.
Staðsetning Einishúsa er í Reykjadal í Þingeyjarsýslu sem er í næsta nágreni við Mývatn, Goðafoss, Dettifoss, Húsavík og Ásbyrgi, svo eitthvað sé nefnt.
Erum um það bil 60 km frá Akureyri á góðum og friðsælum stað.
Húsin eru hönnuð og byggð af m2hús ehf á Akureyri, og eru mjög vönduð.
Inni í hverju húsi er sjónvarp, uppþvottavél, eldavél, ísskápur, rúmföt, handklæði ofl. Í minni húsunum er ekki uppþvottavél en annars eins
Eigendur Einishúsa eru Einir Björnsson og Guðfinna Sverrisdóttir.
Sími: 865 4910 & 894 9669
Netfang: [email protected]